Það er fjör í forritun!
Í þessari viku fór valhópurinn í forritun í íþróttahúsið og æfði forritun án tölvu. Sett var upp þrautabraut þar sem tveir og tveir unnu saman, annar með bundið fyrir augun og hinn leiðbeindi í gegnum þrautina með einföldum skilaboðum. Verkefnið reyndi á samvinnu, traust og nákvæmni alveg eins og nauðsynlegt er þegar unnið er í forritun fyrir tölvuleiki og smáforrit.