Þjóðlegir dagar
Dagana 18.-25. janúar verður skólastarf Víkurskóla með þjóðlegu ívafi, þar að auki verður Jón Pétur danskennarinn okkar með námskeið mánudag til miðvikudag.
Hér er yfirlit yfir það helsta sem verður á döfinni. Þjóðlegir dagar 2024
Dagana 18.-25. janúar verður skólastarf Víkurskóla með þjóðlegu ívafi, þar að auki verður Jón Pétur danskennarinn okkar með námskeið mánudag til miðvikudag.
Hér er yfirlit yfir það helsta sem verður á döfinni. Þjóðlegir dagar 2024
Einn af föstu póstum skólastarfsins er kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni kom Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og myndskreytir til okkar. Hún las úr bókum sínum en hún leggur áherslu á að semja bækur fyrir mismunandi áhugasvið barna enda eins og hún segir krakkarnir eiga líka að geta valið sér bókmenntategundir eins og fullorðnir.
Nemendur Víkurskóla tóku einnig þátt í kvöldinu, nemendur 7. bekkjar lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson í tilefni af því að æfingatímabil fyrir upplestrarkeppnina Röddina hefst á þessum degi. Kór Tónskóla Mýrdælinga söng og var þetta í annað skiptið sem þessi glænýi barnakór kom fram undir stjórn Alexöndru Chernyshovu. Síðast en ekki síst þá tóku allir nemendur skólans þátt í að baka fyrir kaffihúsið en hún Victoria Reinholdsdóttir töfraði fram glæsilegt kaffihlaðborð með nemendum. Á veggjum skólans gaf að líta verkefni sem unniðhefur verið að í haust, m.a. stórt þemaverkefni nemenda í 2.-6. bekk sem fjallaði um Fugla og gróðurfar í Mýrdalshreppi. Að venju var húsfyllir á þessum viðburði.
Krakkarnir í 5.-6. bekk Víkurskóla ætla halda tombólu til styrktar Björgunarsveitinni í Vík
Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik – fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Víkurskóli tekur auðvitað þátt.
Þær mæðgur Margrét og Sif á Hótel Dyrhólaey komu færandi hendi á dögunum með glænýja og fína saumavél sem þær gáfu skólanum. Það er ómetanlegt fyrir skólann að eiga svona velunnara. Kærar þakkir
!
Fastir liðir í skólastarfinu og námi nemenda er að læra grunn í dansi. Við fáum Jón Pétur til okkar tvisvar yfir skólaárið sem er ómetanlegt. Að þessu sinn fór opna æfingin fram í Leikskálum þar sem fjölskyldum nemenda var boðið að koma og fylgjast með og taka þátt í skemmtilegu balli í lokin.
Næstkomandi fimmtudag fáum við til okkar áhugaverðan fyrirlestur fyrir allt skólasamfélagið. Í þessum fyrirlestri fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir mikilvægi hreyfingar og réttrar líkamsbeitingar þegar kemur að líkamlegri heilsu barna og unglinga. Einnig fer hann yfir áhrif orkudrykkjaneyslu á svefn og hversu skaðleg mikil neysla á þessum drykkjum getur verið.
Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti sem að nemendur geta nýtt sér til að auka andlegt heilbrigði sitt. Hvernig nemendur geta byggt upp sjálfsmynd sína og verið þar með betur undirbúin til að takast á við streitu, mótlæti eða erfiðleika í leik og starfi. Einnig fer Margrét Lára yfir mikilvægi svefns og aðferðir til að auka svefngæði.
Þessi viðburður er samstarfsverkefni Skólaráðs og Foreldrafélags Víkurskóla.
Í dag 9. október er árlegur hugleiðsludagur unga fólksins. Nemendur Víkurskóla tóku að sér að vera í forgrunni í myndbandi dagsins og tóku næstum allir nemendur skólans þátt. Við færum aðstandendum dagsins bestu þakkir fyrir frábært samstarf. Hér má sjá myndbandið:
Jafnframt er hér slóð inn á heimasíðu verkefnisins: https://www.hugleidsludagur.is/
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is