Það hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.
Fulltrúi Víkurskóla á Barnaþingi.
/in frettir /by VikurskoliBarnaþing var haldið í Hörpu dagana 3. og 4. mars til að ræða ýmis samfélagsmál sem tengjast mannréttindum, skóla-og menntamálum og umhverfismálum. Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, setti þingið sem fór fram með þjóðfundarsniði. Rúmlega 100 börn komu saman á þinginu. Guðjón Örn Guðmundsson, nemandi í 8. bekk hér í Víkurskóla sat þingið og vann í hópi umhverfismála. Í lok þings voru niðurstöður formlega afhentar forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfisráðherra sem jafnframt svöruðu spurningum barnanna. Niðurstöður þingsins verða svo í framhaldinu gefnar út í skýrslu og það verður áhugavert að sjá hvað börn á Íslandi hafa til málanna að leggja.
Egyptaland hið forna.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 3. og 4. bekk eru að vinna með sögu mannkyns. Þau hafa verið að fræðast um Egyptaland hið forna, þau vita að þar réðu konungar sem kallaðir voru faraóar, fólkið vann fyrir faraóana sem lét það hlaða pírramída þeim og guðunum til dýrðar. Krakkarnir vita líka að líkömum háttsetts fólks var breytt í múmíur og þær settar í kistur sem settar voru í grafhýsi inni í píramídunum. Hér má sjá nemendur í skapandi starfi byggja líkön af slíkum byggingum og eins og við alla byggingarlist reynir á útsjónarsemi, samvinnu og stærðfræði.
Gjöf til söfnunar fyrir Hreystibraut við Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliKvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur til styrktar hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Söfnun vegna hreystibrautarinnar stendur enn yfir og áætlað að henni ljúki fyrir vorið. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við skólann og eins er enn hægt að styrkja verkefnið með kaupum á vönduðum sokkum frá Icewear. Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Dyrhólahrepps og skólastjóra þegar gjöfin var formlega afhent. Víkurskóli þakkar félaginu rausnarlega gjöf og hlýhug til skólans.
Þorrablót Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliAð venju héldum við þorrablót með okkar hefðbundnu sniði. Að vísu þurftum við að færa það til þar sem covid bankaði hressilega uppá. Þorramaturinn var á sínum stað að honum loknum söfnuðust allir saman á sal skólans og nemendaráð flutti annál ársins, allir sungu þjóðleg lög af hjartans lyst og svo síðast en ekki síst var tekið í spil. Yngri nemendur spiluðu Ólsen, Ólsen og eldri nemendur spiluðu félagsvist. Í fyrsta sæti í eldri hópnum, annað áríð í röð var Björn Vignir og Maksimyllian var sigurvegari í Ólsen, Ólsen keppninni. Við óskum til hamingju. Þessi dagur var í alla staði velheppnaður.
Valentínusarball í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliÍ dag eru krakkarnir í 7.-10. bekk í óðaönn að undirbúa Valentínusarball skólans. Til stóð að það yrði í kvöld en veðurspáinn er slæm þannig að ballið verður á morgun þriðjudaginn 15. febrúar klukkan 19:30. Skólabíllinn keyrir.
COVID turninn varð til.
/in frettir /by VikurskoliLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Víkurskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur þátt í þessu verkefni á hverju ári. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunnar. Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Í lífshlaupinu er markmiðið að nemendur hreyfa sig í minnstalagi í 60 mínútur á dag í tvær vikur.
Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru orðin smá þreytt á COVID eins og flestir í samfélaginu. Í útihreyfingu dagsins var skipulagið að búa til snjóhús en við komumst fljótt að því að það var aðeins of tímafrekt verkefni. Bekkurinn dó ekki ráðalaus enda lausnamiðuð með eindæmum og snjóhúsið varð að snjóturni. Í þessu samvinnuverkefni var mikið spjallað saman og kom upp sú góða hugmynd að það væri nokkuð gott ef að hægt væri að loka COVID veiruna inni í turni og geyma hana þar. Varð úr að snjóturninn varð að COVID turni og trúum við því staðfastlega að veiran geymist vel í honum.
Smá sýnishorn af útikennslu hjá 1. og 2. bekk síðustu daga en þau voru dugleg að nýta góða veðrið að undanförnu eftir allt of langa inniveru í tengslum við covid. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti og að þau voru dugleg að nýta sér það sem að vegi þeirra varð til eflingar á styrk og jafnvægi.
Víkurskóli fær góða bókagjöf.
/in frettir /by VikurskoliSvavar Guðmundsson rithöfundur og einn af okkar góðu velunnurum færði Víkurskóla á dögunum veglega bókagjöf. Svavar hefur ekki látið fötlun sína stöðva sig við ritstörfin þrátt fyrir að hann sé einungis með 10% sjón. Á dögunum gerði hann samning við Menntamálastofnun um að ein af bókum hans verður í boði sem námsgagn fyrir grunnskóla. Víkurskóli þakkar Svavari fyrir hans hlýhug og góðu gjöf.
Erasmus+ heimsókn samstarfsskóla Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞað hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.