Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Ólympíuhlaupið 2022.
/in frettir /by VikurskoliEins og hefð er fyrir þá taka nemendur þátt í hvatningarverkefni ÍSÍ, Ólympíuhlaupinu. Að þessu sinni lék veðrið við okkur nánast logn og heiður himinn. Katrín íþróttakennari sá um upphitun fyrir hlaupið sem vakti lukku. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig með sóma. Krakkarnir máttu velja um 3 vegalengdir; 2,5 km, 5 km og 10 km. Að þessu sinni ákváðu óvenju margir nemendur að hlaupa 10 km. Frábær útivist og samvera.
Heimsókn frá Heimili og skóla.
/in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 21. september komu þær Bryndís Jónsdóttir og Eyrún Eva Haraldsdóttir sérfræðingar samtakanna Heimilis og skóla til okkar í Víkurskóla. Þær voru með fræðslu fyrir nemendur í 5.-10. bekk, og alla starfsmenn. Síðdegis var fræðslufundur fyrir foreldra og var hann mjög vel sóttur. Þær stöllur fræddu um ábyrga notkun á netinu og hvað ber að varast þar og fóru vel yfir mikilvægi öflugs og góðs foreldrasamstarfs. Stjórn foreldrafélagsins sá um veitingar. Afskaplega vel heppnuð heimsókn en þessi viðburður er samstarfsverkefni Skólaráðs og Foreldrafélags Víkurskóla.
Göngum í skólann.
/in frettir /by VikurskoliHvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag 7. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Nemendur og starfsmenn hittust á sal eftir hádegismatinn þar sem verkefnið var kynnt. Að því búnu tóku yngsti og elsti nemandi skólans, þeir Óskar Freyr og Eyjólfur Lárus að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Þegar því var lokið fóru allir nemendur í 1.-10. bekk í skemmtilegan ratleik á skólalóðinni. Það má því segja að allir hafa fengið góða hreyfingu í fínu veðri. Verkefnið mun halda áfram næsta mánuðinn og hreyfing verður eins og alltaf í forgrunni.
Haustferð í berjamó.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-10. bekk ásamt starfsmönnum og kennurum fóru í árlega haustferð í dag, mánudaginn 5. september. Farið var í berjamó á Péturseyjaraura og var berjasprettan mjög fín og flestir komu heim með ber í dós. Veðrið var upp á það allra besta, blíðuveður og 19 stiga hiti. Við þökkum bændum í Eystri-Pétursey fyrir berjatínsluleyfið.
Skólaslit Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliSkólaslit Víkurskóla fóru fram 30. maí sl. Þá útskrifðustu 7 nemendur úr 10 bekk. Þau stóðu sig öll með sóma og fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að venju fengu nemendur birkiplöntu að gjöf frá skólanum með hvatningu um að þau verði þrautseig í lífinu eins og birkið. Kvenfélögin í Mýrdal færðu útskriftarhópnum spjöld að gjöf sem geta nýst þeim vel þegar í framhaldssskólann og lífið er komið, því þau hafa að geyma leiðbeiningar um þvott á fatnaði, geymslu matvæla og mælingar. Kvenfélagskonum eru sendar bestu þakkir fyrir þessa hugulsemi við nemendur. Við óskum þessa öfluga hópi til hamingju með útskriftina og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni.
Skólaferðalag til Vestmannaeyja.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 7. – 10. bekk fóru á dögunum í skólaferðalag til Vestmannaeyja. Lagt var af stað á mánudagsmorgni og gist í tvær nætur. Við vorum gríðarlega heppin með veður fyrri daginn en þrátt fyrir rigningu seinni daginn skemmtu allir sér konunglega.
Við fórum meðal annars í ratleik og ribsafari ásamt því að fara á rafmagnshjól, spranga og margt fleira.
Við heimkomu voru allir bæði þreyttir og glaðir eftir frábæra ferð.
Velunnari Víkurskóla kom í heimsókn í dag.
/in frettir /by VikurskoliEins og svo oft áður kom Guðný Guðnadóttir til okkar og færði nemendum peningagjöf annars vegar í ferðasjóð nemenda og hinsvegar í söfnun fyrir hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Guðný hefur alltaf lagt áherslu á að tóbaksleysi og hvatt nemendur að vera reyklausir hún jafnframt lýsti ánægju sinni með þátttöku Víkurskóla í Skólahreysti. Það var Andri Berg Jóhannsson fulltrúi í nemendaráði Víkurskóla sem veitti þessum góðu gjöfum viðtöku. Kærar þakkir Guðný!