Þjóðlegir dagar í Víkurskóla voru einstaklega vel heppnaðir. Þessum þemadögum lauk í gær á árlegum þorrablóti Víkurskóla. Meðal þess sem nemendur lærðu var að gera ferskeytlur og fór fram samkeppni um bestu vísubotnana. Valdir voru bestu, fyndnustu og frumlegust botnarnir og fengu sigurvegararnir smá verðlaun afhent. Að venju var snæddur þorramatur og gaman að sjá að krakkarnir voru óhræddari en oft áður að smakka hinar ýmsu tegundir, kannski vegna þess að nú var búið að undirbúna jarðveginn og kynna þessa fornu matarhefð meira og betur á þemadögunum.
Að afloknum þorramat komu allir saman í holinu og sungu saman þorralög undir stjórn Alexöndru tónskólastjóra og nemendaráð fluttu vandaðan annál skólaársins sem þau höfðu tekið saman. Þvínæst var tekið í spil, nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen og nemendur 5.-10. bekkjar spiluðu félagsvist. Það voru þær Maja Rutkowska í 1. bekk og Íris Anna Orradóttir í 9. bekk sem urðu hlutskarpastar í hvorum flokki og fengu hamborgaraveislu í verðlaun sem veitingastaðurinn Smiðjan gaf.
Jón Pétur danskennari var líka hjá okkur þessa viku og eins og alltaf var boðið upp á opna æfingu í síðasta tímanum. Foreldrum/forráðamönnum var að venju boðið að koma og fylgjast með og það er afar skemmtilegt hversu vel þessi viðburður er sóttur. Jón Pétur slær alltaf upp balli í lokin þar sem allir koma saman á dansgólfinu.