1-1-2 dagurinn
Þann 11.2 ár hvert heldur Neyðarlínan upp á 112 daginn. Dagurinn er til þess að minna landsmenn, ekki síst börn og unglinga, á númerið sem allir þurfa að kunna í neyð.
Viðbragðsaðilar í Mýrdalshreppi létu sitt ekki eftir liggja, en slökkvilið, sjúkraflutningamenn, lögregla og björgunarsveit mættu og sýndu hin ýmsu tæki.
Nemendur fengu færi á að skoða dótið, setjast inn í bílana, kveikja á sírenum og alls konar skemmtilegt.
Við þökkum viðbragðsaðilunum kærlega fyrir komuna.