Árshátíð Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliDrangamix – morgunverðarhittingur
/in frettir /by VikurskoliÁ dögunum héldum við morgunverðaboð í skólanum okkar, þar sem nemendur fengu tækifæri til að kynna verkefni sín um Ísland fyrir foreldrum. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og sýndu bæði þekkingu og metnað í sínum kynningum.
Að lokinni kynningu settust allir saman við kaffiborð, þar sem foreldrar höfðu lagt til veitingar í anda pálínuboðs. Þessi samvera skapaði gott tækifæri til að njóta stundarinnar.
Viðburðurinn tókst afar vel, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve vel foreldrar tóku þátt, sem endurspeglar sterkan stuðning þeirra við skólastarfið.
Skólapeysur
/in frettir /by VikurskoliNemendur á elsta stigi Víkurskóla tóku valáfanga sem hét Fjáröflun. Hlutverk nemenda var að koma með hugmyndir að fjáröflunum, skipuleggja hlutverk hvers og eins, framkvæmd fjáröflunarinnar og utanumhald fjármála. Elstu nemendur skólans komu með þá hugmynd að safna fyrir skólapeysum. Krakkarnir skipulögðu fjáröflunina þau héldu hnallþóruhappdrætti og slógu hvergi af í baksturshæfileikum. Vinningshafar voru afar ánægðir og færum við samfélaginu hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur. Þá lásu nemendur á elstastigi í 24 klst og báru út Regnbogabæklinginn fyrir Regnbogahátíð. Nemendur eru mjög ánægðir með nýju skólapeysurnar.
Skíðaferð í Bláfjöll
/in frettir /by VikurskoliÞann 15. mars s.l. fóru nemendur í 6.-8. bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Að venju var mikil spenna í kringum ferðina en hún gekk mjög vel og krakkarnir nutu þess að renna sér í brekkunum. Á leiðinni heim stoppuðum við í pizzaveislu á Gallerý Pizza á Hvolsvelli og voru allir komnir til síns heima fyrir kl 20:00.
Nemendur í 4. – 6. bekk kanna undur himingeimsins í Drangamixi
/in frettir /by VikurskoliSíðustu vikur hafa nemendur í 4. – 6. bekk dýft sér í undur himingeimsins á fjölbreyttan og skapandi hátt. Verkefnið hefur vakið mikla forvitni og sköpunargleði meðal nemenda, sem hafa rannsakað ótal spennandi atriði um geiminn.
Nemendur hafa aflað sér fróðleiks um sólkerfið okkar, reikistjörnurnar og stjörnumerkin. Einnig hafa þau búið til eigin geimverur sem gætu hugsanlega búið á reikistjörnunum og hannað geimskip sem gætu flutt þau þangað. Tunglið og mismunandi tunglfasar hafa einnig verið til skoðunar, ásamt mörgum öðrum áhugaverðum þáttum sem tengjast himingeimnum.
Verkefnið hefur sameinað fræðslu og sköpun, þar sem nemendur hafa notað ímyndunaraflið til að setja saman eigin sýn á geiminn. Afrakstur vinnunnar verður kynntur í skólanum á næstu dögum, þar sem foreldrar og aðrir gestir fá tækifæri til að sjá hvað hefur verið unnið.
Við erum afar stolt af nemendum okkar og þeirri miklu vinnu sem þau hafa lagt í verkefnið. Þau hafa sýnt einstaka hugmyndaauðgi og áhuga á vísindum og geimnum – hver veit nema hér sé framtíðarstjörnufræðingur séu þegar farir að horfa til sjarnanna með nýjum augum.
Gjöf frá Kvenfélagi Dyrhólahrepps
/in frettir /by VikurskoliKvenfélag Dyrhólahrepps færði Nemendasjóði Víkurskóla 180.000 krónur nú á dögunum. Gjöfin er ágóði af árlegum kökubasar félagsins og ætluð til styrktar árshátíðarverkefni Víkurskóla sem að þessu sinni er Kardemommubærinn. Nemendur og starfsfólk skólans þakka kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina.
Heimsókn RÚV til 7.- 8.bekkjar
/in frettir /by VikurskoliFyrr í vetur sendu nemendur 7.-8. bekkjar erindi til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps. Erindið var þess efnis að sparkvöllurinn á skólalóðinni væri farinn að láta á sjá og þarfnaðist viðhalds, og vildu krakkarnir athuga hvort sveitarstjórnin væri tilbúin að leggja til þann kostnað sem þyrfti til að koma honum í stand. Erindið vakti áhuga hjá fréttastofu RÚV og komu þau í heimsókn til krakkanna í 7.-8. bekk þann 27. mars s.l. Það vakti athygli fréttamannanna hvað krakkarnir voru prúð og hversu vel þau kæmu fram. Við þökkum RÚV fyrir komuna og það má sjá krakkana í fréttatímanum sunnudaginn 30.mars.
Samþættingarverkefni varðandi umhverfið
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 2. og 3. bekk eru undanfarið búnir að vera að vinna að þematengdu samþættingarverkefni varðandi umhverfið, sjálfbærni og mengun og rusl í umhverfinu. Rætt var um skaðsemi plasts í umhverfinu og hvernig við viljum ganga um náttúruna, farið var í ruslatínsluferðir um nágrennið, ruslið flokkað, vigtað og farið með það í endurvinnslu. Tekið var til hliðar það rusl sem við töldum að nýta mætti til listrænnar endurvinnslu og unnið með það í að búa til hin ýmsu listaverk, eins og eldfjall, fjós, veitingastað í þorpinu og náttúrulistaverk
Dagur stærðfræðinnar – Sköpun og samvinna í anda tölunnar pí
/in frettir /by VikurskoliÞann 14. mars var haldið upp á Dag stærðfræðinnar í grunnskólanum okkar. Dagsetningin er engin tilviljun, en 14.3. vísar til tölunnar π (pí) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar.
Að þessu sinni var þema dagsins „Stærðfræði, listir og sköpun“. Allir nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem unnið var í blönduðum hópum þvert á aldur. Elstu og yngstu nemendur unnu saman að spennandi viðfangsefnum sem byggðu á tengingu stærðfræði við myndlist, hönnun og sköpun.
Dagurinn var bæði notalegur og gott uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttar nálganir urðu til þegar stærðfræðin fékk að blómstra í gegnum listir og sköpun.
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is