Jóladagskrá Víkurskóla 2021
Kaffihúskvöldi Víkurskóla sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna hertra samkomutakmarkana.
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
/in frettir /by VikurskoliDagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
Vinabekkurinn okkar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.
List fyrir alla í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÍ dag fengum við heldur betur góða gesti í Víkurskóla en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamenn Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu. Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.
Nýjar tölvur – loksins!
/in frettir /by VikurskoliNú í haust fékk skólinn 12 nýjar fartölvur og hleðsluskáp. Þessi búnaður leysir af hólmi gamlar borðtölvur sem skólinn hafði notað í nokkur ár. Þetta er afar góð viðbót við kennslugögn skólans auk þess sem dýrmætt pláss skapast á bókasafninu sem hýsti tölvubúnaðinn áður. Á myndinni má sjá áhugasama nemendur í 7.-8. bekk í upplýsingatækni.
Strandmælingar.
/in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.
Göngum í skólann.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
Samskipti, vinátta félagsfærni barna
/in frettir /by VikurskoliFyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors verður í Víkurskóla fimmtudaginn 16. september klukkan 17.
Sjá nánar: Vanda – fyrirlestur fyrir foreldra
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is