Skólabúðir á Reykjum
Nemendur í 6. – 7. bekk, Víkurskóla fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði dagana 21. – 24. apríl s.l. Í Skólabúðunum fá nemendurnir tækifæri til að efla félagsfærni og styrkja leiðtogahæfileika sína og sjálfsmynd sem okkar nemendur nýttu sér svo sannarlega.
Dagskráin var fjölbreytt og vel útfærð. Þau heimsóttu Byggðarsafnið þar sem þau fengu sögulegan fróðleik, leystu skemmtilegar þrautir, fengu að smakka hákarl og kynntust sögu Húnaþings og nærliggjandi umhverfi svo eitthvað sé nefnt.
Í frjálsa tímanum var líka nóg um að vera, leikir, sundlaugapartý, sjóböð, slökun í náttúrulauginni, kvöldvökur og tískusýning sem okkar nemendur sigruðu.með glæsibrag.
Allir krakkarni voru til fyrirmyndar og tóku fullan þátt, eignuðust vini og skemmtu sér konunglega. Þessa daga skartaði veðrið sýnu fegursta og litaði skemmtilegan brag á veruna.