Útilistaverkagerð hjá 1.-2. bekk
Í vorblíðunni nýtum við hvert tækifæri til að fara með börnin út í náttúruna og nærumhverfið. Hér eru myndir frá nemendum í 1.-2. bekk sem fóru í Víkurfjöru og útbjuggu listaverk úr efnivið sem þau fundu í fjörunni. Útkoman var glæsileg og undu nemendur sér vel og unnu sérstaklega vel saman.