Nemendasjóður fær peningagjöf.
Einn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. […]