About Vikurskoli
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud Vikurskoli contributed a whooping 156 entries.
Entries by Vikurskoli
Nemendur 9.-10.bekkjar fóru í leikhús
March 16, 2023 in frettir /by VikurskoliNemendur í 9.-10. bekk fengu heimboð í Hvolsskóla á leiksýninguna ,,Góðan daginn faggi“. Fyrir sýningu voru nemendur boðnir í mat í Hvolsskóla og þaðan var haldið í Félagsheimilið Hvol. Þetta er sýning sem upphaflega var sett upp í Þjóðleikhúsinu við mikið lof og hefur síðan farið víða um land sem farandssýning. Góðan daginn, faggi er […]
Dagur stærðfræðinnar
March 14, 2023 in frettir /by VikurskoliAlþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Af því tilefni undirbjuggu stærðfræðikennarar skólans verkefni þar sem allir nemendur skólans komu saman. Þema dagsins var form stærðfræðinnar. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot. Myndirnar tala sínu máli.
Vinningssæti í Lífshlaupinu
March 14, 2023 in frettir /by VikurskoliNemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur það ekkert á sig fá og voru líka […]
Sinfóníutónleikar náttúrunnar
March 3, 2023 in frettir /by VikurskoliVið höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér […]
Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
February 19, 2023 in frettir /by VikurskoliVið fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt […]
Heimsókn frá Tónskólanum
February 19, 2023 in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá Tónskólanum nú fyrir stuttu þar sem þau Teresa og Zbigniew kynntu fyrir nemendum úrval af hljóðfærum sem tónskólinn á. Mjög gaman fyrir krakkana að sjá hvaða möguleikar eru í boði og vonandi fá þau aftur kynningu í haust þegar nýtt starfsár hefst.
Þorrablót Víkurskóla
January 26, 2023 in frettir /by VikurskoliEin af rótgrónum hefðum Víkurskóla er að halda þorrablót þar sem nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman. Krakkarnir í 0.-4. bekk hófu daginn á því að útbúa skemmtilega víkingahjálma og nemendur í 3.-4. bekk lærðu að skrifa nafnið sitt með rúnum og sumir skreyttu sína hjálma þannig. Nemendur í 9.-10. bekk lögðu á […]
Dans
January 26, 2023 in frettir /by VikurskoliJón Pétur Úlfljótsson danskennarinn okkar kom í annað sinn á skólaárinu nú í janúar. Danskennslan er alltaf vel þegið uppbrot í skólastarfið og partur af námi barna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að þessu sinni kenndi Jón Pétur krökkunum að búa til sinn eigin dans og það var vinsælt. Námskeiðinu lauk með opinni æfingu þar sem foreldrar […]
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is