About Vikurskoli
This author has yet to write their bio.Meanwhile lets just say that we are proud Vikurskoli contributed a whooping 140 entries.
Entries by Vikurskoli
Vígsla hreystibrautar við Víkurskóla
November 13, 2022 in frettir /by VikurskoliÞann 9. nóvember var hreystibraut formlega vígð við Víkurskóla, rétt rúmu ári eftir að hugmyndin kviknaði. Margir lögðu verkefninu lið með fjárstuðningi og fyrir það er skólinn mjög þakklátur sem og sveitarfélaginu fyrir að gera verkefnið að veruleika. Andrés Guðmundsson skólahreystifrömuður og hönnuður brautarinnar kynnti brautina og Einar Freyr sveitarstjóri flutti stutt ávarp. Það voru […]
Ólympíuhlaupið 2022.
September 27, 2022 in frettir /by VikurskoliEins og hefð er fyrir þá taka nemendur þátt í hvatningarverkefni ÍSÍ, Ólympíuhlaupinu. Að þessu sinni lék veðrið við okkur nánast logn og heiður himinn. Katrín íþróttakennari sá um upphitun fyrir hlaupið sem vakti lukku. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig með sóma. Krakkarnir máttu velja um 3 vegalengdir; 2,5 […]
Heimsókn frá Heimili og skóla.
September 24, 2022 in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 21. september komu þær Bryndís Jónsdóttir og Eyrún Eva Haraldsdóttir sérfræðingar samtakanna Heimilis og skóla til okkar í Víkurskóla. Þær voru með fræðslu fyrir nemendur í 5.-10. bekk, og alla starfsmenn. Síðdegis var fræðslufundur fyrir foreldra og var hann mjög vel sóttur. Þær stöllur fræddu um ábyrga notkun á netinu og hvað ber að […]
Göngum í skólann.
September 7, 2022 in frettir /by VikurskoliHvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag 7. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Nemendur og starfsmenn hittust á sal eftir hádegismatinn þar sem verkefnið var kynnt. Að því búnu tóku yngsti og elsti nemandi skólans, þeir Óskar Freyr og Eyjólfur Lárus að sér að draga […]
Haustferð í berjamó.
September 5, 2022 in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-10. bekk ásamt starfsmönnum og kennurum fóru í árlega haustferð í dag, mánudaginn 5. september. Farið var í berjamó á Péturseyjaraura og var berjasprettan mjög fín og flestir komu heim með ber í dós. Veðrið var upp á það allra besta, blíðuveður og 19 stiga hiti. Við þökkum bændum í Eystri-Pétursey fyrir berjatínsluleyfið.
Skólaslit Víkurskóla.
May 31, 2022 in frettir /by VikurskoliSkólaslit Víkurskóla fóru fram 30. maí sl. Þá útskrifðustu 7 nemendur úr 10 bekk. Þau stóðu sig öll með sóma og fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Að venju fengu nemendur birkiplöntu að gjöf frá skólanum með hvatningu um að þau verði þrautseig í lífinu eins og birkið. Kvenfélögin í Mýrdal færðu útskriftarhópnum spjöld að gjöf […]
Skólaferðalag til Vestmannaeyja.
May 26, 2022 in frettir /by VikurskoliNemendur í 7. – 10. bekk fóru á dögunum í skólaferðalag til Vestmannaeyja. Lagt var af stað á mánudagsmorgni og gist í tvær nætur. Við vorum gríðarlega heppin með veður fyrri daginn en þrátt fyrir rigningu seinni daginn skemmtu allir sér konunglega. Við fórum meðal annars í ratleik og ribsafari ásamt því að fara á […]
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is